
Upphaf fjárfestingasjóður hefur verið hluthafi í Hinu Norðlenska Styrjufélagi (HNS) frá árinu 2022 þegar sjóðurinn kom þar inn ásamt fleiri hluthöfum. Starfsstöð félagsins er á Ólafsfirði þar sem uppbygging og starfsemi fer fram. Framleiðsla félagsins
byggir á umhverfisvænni einkaleyfisvarinni aðferðarfræði Alfred Wegener Institut við framleiðslu á hrognunum, þar sem hrogn eru strokin úr fiskinum áður en hann er aftur settur í ker.
Félagið er stofnað að frumkvæði Dr. Eyþórs Eyjólfssonar og mun félagið framleiða styrjuhrogn sem er ein dýrasta afurð fiska með sjálfbærum hætti. Stofnin sem framleiðslan mun byggja á var fluttur inn frá Bandarikjunum árið 2014 en HNS keypti
hann árið 2022 og flutti í starfsstöð félagsins. Í húsnæði HNS á Ólafsfirði fer fram bæði eldi og seiðaframleiðsla.

Mýsköpun sem stofnað var af hópi heimamanna í Mývatnssveit hefur um nokkurra ára skeið unnið að ýmsum rannsóknum á þörungum t.d. með því að einangra, greina og ákvarða ræktunarskilyrði örþörunga úr Mývatni með framleiðslu og sölu í huga.
Félagið stefnir á framleiðslu og tveimur mismunandi þörungum, Spirulina og Chlorella. Þekking á notagilidi er til staðar og þörungar víða ræktaðir. Sérstaða Mýsköpunar er ekki sýst fólgin í staðsetningu og uppruna þörungana sem þrífast m.a. vegna jarðhita á svæðinu. Nýlega var tekinn búnaður í notkun hjá félaginu til ræktunar á örþörungum.
Félag um kornþurrkun við Húsavík (GG 2023)
Félagið Gull úr Grasi eða eða GG 2023 er stofnað er af Búnaðarsambandi Suður Þingeyinga og er þróunarfélag um uppbyggingu þurrkstöðvar fyrir korn í Þingeyjarsýslum. Hugmyndin byggir á því að nýta glatvarma sem til fellur á svæðinu til þurrkunar á korni, auka nýtingu ræktarlands, minnka þörfina á innfluttu fóðri og stuðla að auknu matvælaöryggi landsmanna. Félagið hefur komið upp kornþurrkunarstöð á lóð félagsins við Hrísmóa á Húsavík.

Íslenska erfða og líftæknifyrirtækið Arctic Therapeutics var stofnað af Hákoni Hákonarsyni lækni. Félagið sem hefur unnið að rannsóknum og lyfjaþróun á ýmsum sjúkdómum hefur nýlega fengið fjármögnun frá breiðum hópi innlendra og erlendra fjárfesta. Meðal fjárfesta er The EIC fund sem er evrópskur fjárfestingasjóður í eigi Evrópusambandsins. Félagið er með fimm lyf í þróun og hefur átt í samstarfi við Háskólan á Akureyri og er fyrirtækið með starfseiningu á Háskólasvæðinu.